Fréttasafn



8. jún. 2022 Almennar fréttir Mannvirki Menntun

Stjórnvöld veiti fjármagn til að útskrifa fleiri iðnmenntaða

„Á sama tíma og það vantar iðnaðarmenn erum við að vísa fólki frá sem sækja um að komast í iðnnám. Í fyrra var um 700 vísað frá námi og útlit er fyrir að sá fjöldi verði hærri í ár. Þetta er mjög slæmt. Vandinn er ekki í skólakerfinu sjálfu því þar er fullur vilji að gera vel. Það vantar að stjórnvöld veiti aukið fjármagni inn í þetta kerfi", segir Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, í fréttum RÚV þar sem fjallað er um að það vanti um 2.000 iðnaðarmenn á vinnumarkaðinn eigi að vera hægt að standa við gefin loforð um húsnæðisuppbyggingu. Ingólfur segir að það  vanti iðnaðarmenn. „Okkar mat er það að til þess að mæta þessari þörf þá vantar um 2.000 manns. Það er tregða hjá stjórnvöldum sem er að valda þessu, því miður. Það virðist vera skilningur á því að þetta er vandamál en það vantar aðgerðir."

RÚV / ruv.is, 7. júní 2022.

RUV-07-06-2022_2