Stöðufundur samstarfsverkefnisins Byggjum grænni framtíð
Stöðufundur samstarfsverkefnisins Byggjum grænni framtíð sem SI eru aðilar að verður haldinn þriðjudaginn 22. ágúst í gamla Nasa-salnum á Austurvelli. Formleg dagskrá verður kl. 14:00-15:45.
Innviðaráðherra og umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra munu ávarpa fundinn auk þess sem farið verður yfir stöðu á aðgerðum Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð.
Þá munu fara fram pallborðsumræður þar sem m.a. verður rætt um vistvænni byggingarvörur, uppbyggingu á vistvænni þekkingu og hvernig við tryggjum hreyfiafl samstarfsins til framtíðar.
Að dagskrá lokinni gefst þátttakendum tækifæri til að gæða sér á veitingum og spjalla saman um vistvæna mannvirkjagerð og önnur málefni líðandi stundar.
Hér má nálgast nánari upplýsingar um dagskrá viðburðarins og skráningarhlekk.