Fréttasafn



19. sep. 2018 Almennar fréttir

Stöðugt verðlag fremur en launahækkanir

Nær helmingur landsmanna er hlynntur kjarasamningum þar sem meiri áhersla er lögð á stöðugt verðlag og minni áhersla á launahækkanir en 26% eru andvíg slíkum samningum. Meirihluti landsmanna eða 64% hafa áhyggjur af mikilli verðbólgu og 10% hafa litlar áhyggjur. Þetta sýnir ný könnun Gallup sem Samtök atvinnulífsins hafa látið framkvæma. 

Stytting vinnutíma er mikilvægasta málið í komandi kjaraviðræðum samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar þegar spurt er hvað leggja eigi mesta áherslu á í næstu kjarasamningum. Í næsta sæti er að stuðla að lágri verðbólgu með hófstilltum launahækkunum. Færri nefna að hækka laun verulega eða að auka sveigjanleika vinnutíma. 

Á vef SA er hægt að lesa nánar um niðurstöður könnunarinnar.