9. sep. 2019 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Stofnfundur Samstarfsvettvangs um loftlagsmál og grænar lausnir

Stofnfundur Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir fer fram fimmtudaginn 19. september næstkomandi á Grand Hótel Reykjavík kl. 14.00. Á fundinum verður farið yfir hlutverk, verkefni og tilhögun vettvangsins sem hefur það markmið að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á þessu sviði.

DAGSKRÁ

Setning - Unnur Brá Konráðsdóttir og Sigurður Hannesson, formenn vettvangsins

Ávarp forsætisráðherra - Katrín Jakobsdóttir

Ávarp framkvæmdastjóra SA - Halldór Benjamín Þorbergsson 

Erindi forstöðumanns vettvangsins - Eggert Benedikt Guðmundsson

Fundarstjórn og lokaorð - Formenn vettvangsins

Hér er hægt að skrá sig á stofnfundinn. 

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.