Fréttasafn



23. nóv. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Menntun

Stofnfundur Samtaka menntatæknifyrirtækja í dag

Stofnfundur Samtaka menntatæknifyrirtækja, IEI, sem er nýr starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins verður haldinn í dag í Háalofti Hörpu kl. 16-18.

Í Samtökum menntatæknifyrirtækja eru fyrirtæki sem öll starfa í menntatækniiðnaði sem er á alþjóðavísu metinn á 24.000 milljarða króna með ríflega 16% stöðugan vöxt milli ára. Menntatækni er rótgróin iðngrein sem á sér áratuga sögu en á Íslandi er greinin tiltölulega ung. Hún hefur þó burði til að geta bætt árangur nemenda hér á landi, auka gildi íslenskunnar og rennt fleiri stoðum undir íslenskt hagkerfi. Með aukinni nýtingu á menntatækni er hægt að umbylta kennsluaðferðum og ná meðal annars betri árangri í læsi og stærðfræði.

Þessi nýju samtök hafa það að markmiði að vinna að hagsmunum og stefnumálum menntatæknifyrirtækja, ásamt því að stuðla að vexti og viðgangi greinarinnar í heild sinni íslensku menntakerfi til framdráttar. 

Heiti samtakanna á ensku er Icelandic Edtech Industry, IEI.

Dagskrá

  • Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
  • Íris E. Gísladóttir, formaður Samtaka menntatæknifyrirtækja
  • Märt Aro, formaður Menntatæknisamtaka Eistlands og stofnandi Menntatæknisamtaka Norðurlandanna
  • Kynningar á menntatæknifyrirtækjum
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Fundarstjórn: Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI

Bodskort_loka_1669199527009