Fréttasafn5. apr. 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Menntun

Stofnun Nemastofa atvinnulífsins

Stofnun Nemastofu atvinnulífsins fór fram 5. apríl í húsnæði Iðunnar að Vatnagörðum 20 að viðstöddum mennta- og barnamálaráðherra, framkvæmdastjóra SI, framkvæmdastjóra Iðunnar, framkvæmdastjóra Rafmenntar og fulltrúum frá aðildarfyrirtækjum SI.

Undirritað var samkomulag milli atvinnulífsins og mennta- og barnamálaráðuneytisins.  

Nemastofa atvinnulífsins er samstarfsvettvangur samtaka í atvinnulífinu um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðs starfsfólks. Markmið með Nemastofu atvinnulífsins er að fjölga fyrirtækjum og iðnmeisturum sem taka nema á vinnustaðanámssamning. Með tilkomu Nemastofu atvinnulífsins eykst yfirsýn yfir fjölda nemenda í vinnustaðanámi auk þess sem aðgengi nemenda að starfsnámi verður bætt og einfaldað. 

Dagskrá

  • Opnun – Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar
  • Ávarp – Sigurður Hannesson SI, framkvæmdastjóri SI
  • Ávarp – Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra
  • Undirritun samkomulags milli mennta- og barnamálaráðuneytis og Nemastofu atvinnulífsins
  • Afhending hvatningaverðlauna til fyrirtækja sem hafa staðið vel að kennslu og þjálfun nema á vinnustað
  • Opnun heimasíðu Nemastofu atvinnulífsins  

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir frá undirrituninni.

Idan_K8A0485Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Idan_K8A0665Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

Idan_K8A0383Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar.

Idan_K8A0996Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmennt, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar, skrifuðu undir samkomulag.

Idan_K8A1643Nemastofu atvinnulífsins veitti þremur fyrirtækjum hvatningaverðlaun sem hafa á liðnum árum náð góðum árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað og eru góðar fyrirmyndir sem lærdómsfyrirtæki í viðkomandi faggreinum. Fyrirtækin sem hljóta hvatningarverðlaun árið 2022 eru Gullsmíða- og skartgripaverslunin Tímadjásn, bílaumboðið BL og TG raf. 

Idan_K8A1924

Idan_K8A2007Hjörleifur Stefánsson formaður SART, Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmennt, Margrét Halldóra Arnarsdóttir formaður FÍR, Tómas Guðmundsson rafvirkjameistari TG raf, Áslaug Rós Guðmundsdóttir framkvæmdastóri TG raf, Pétur H. Halldórsson varaformaður SART, Kristján D. Sigurbergsson framkvæmdatjóri SART, og Helgi Rafnsson varaformaður FLR.

Idan_K8A0219

Idan_K8A1784

Idan_K8A2049

Idan_K8A2394

Idan_K8A2418

Boðskort til félagsmanna SI:

Bodskort-05-04-2022