Fréttasafn12. maí 2022 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Stofnun nýs starfsgreinahóps á Austurlandi

Stofnfundur starfsgreinahóps fyrirtækja í bygginga- og mannvirkjagerð á Austurlandi innan Samtaka iðnaðarins fór fram á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum 10. maí. Í upphafi fundar flutti Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, erindi þar sem hann kynnti meðal annars umfang iðnaðar og starfsemi Samtaka iðnaðarins. Þá tók Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI, við og kynnti mannvirkjasvið SI auk þess að greina frá fyrirkomulagi þessa nýja starfsgreinahóps innan samtakanna. 

Á fundinum var formaður starfsgreinahópsins kosinn Hrafnkell Guðjónsson hjá Rafey ehf og varaformaður  Viggó Skúlason hjá Miðás sem framleiðir meðal annars Brúnás-innréttingar. 

Hér er hægt að nálgast glærur fundarins.

Stofnfundur2Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

Stofnfundur5Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.

Stofnfundur4