Fréttasafn28. mar. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Stór verkefni framundan í innviðauppbyggingu

Jón Gunnarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar, var gestur félagsfundar Mannvirkis – félags verktaka sem fram fór í húsakynnum Samtaka iðnaðarins í Húsi atvinnulífsins í dag. Sigþór Sigurðsson, formaður félagsins, stýrði fundinum. Jón Gunnarsson ræddi við félagsmenn um verkefni nefndarinnar hvað varða innviðauppbyggingu, fjármögnun og umræðu um vegtolla. Meðal þess sem kom fram á fundinum var að heilt yfir væru jarðvinnuverktakar að sjá fram á meiri fyrirsjáanleika til lengri tíma hvað varðar stöðugt framboð af verkefnum enda væru stór verkefni í innviðauppbyggingu framundan.  

Fundur-28-03-2019-2-