Fréttasafn



13. feb. 2019 Almennar fréttir

Stórsýningin Lifandi heimili í Laugardalshöll

Stórsýningin Lifandi heimili verður haldin í Laugardalshöllinni 17.-19. maí næstkomandi. Þar verður skapaður einn sameiginlegur vettvangur fyrir almenning, hönnuði, arkitekta og aðra fagaðila til að kynna sér á einum stað allt það nýjasta á markaðinum. Undirbúningur að sýningunni er þegar hafin og verða yfir 100 fyrirtæki sem munu kynna vörur sínar og þjónustu á sýningunni. Samtök iðnaðarins eru meðal samstarfsaðila. Sambærileg sýning var haldin árið 2017 þar sem mættu um 24.000 gestir. 

​Myndirnar eru teknar á sýningunni sem var 2017 þar sem fjögur fagfélög innan SI voru þátttakendur; Félag íslenskra snyrtifræðinga, Félag íslenskra gullsmiða, Meistarafélag bólstrara og Klæðaskera- og kjólameistarafélagið.

DSC_2529

DSC_2533

DSC_2532

DSC_2530