Fréttasafn



25. mar. 2022 Almennar fréttir Mannvirki

Stórsýningin Verk og vit opnuð með formlegum hætti

Stórsýningin Verk og vit sem fram fer í Laugardalshöll hófst í gær og er þetta í fimmta sinn sem sýningin er haldin. Mikill fjöldi gesta sótti sýninguna heim fyrsta opnunardaginn en sýningin stendur fram á sunnudag.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, flutti ávarp við opnun sýningarinnar auk þess sem Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar flutti ávarp. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, opnaði síðan sýninguna formlega með því að klippa á borða fyrir framan sýningarsalinn.

Um 100 sýnendur taka þátt í sýningunni en hún er ætluð þeim sem koma að byggingaiðnaði, skipulagsmálum og mannvirkjagerð á ýmsum stigum, s.s. sveitarfélögum, verktökum, iðnaðar- og þjónustufyrirtækjum, menntastofnunum, hönnuðum og ráðgjöfum.

Fyrstu tveir dag­arn­ir eru ætlaðir fagaðilum en um helg­ina býðst al­menn­ingi að heimsækja sýn­ing­una. Síðasti sýningardagur er sunnudagurinn 27. mars.

Framkvæmdaraðili sýningarinnar er AP almannatengsl og samstarfsaðilar eru innviðaráðuneytið, Landsbankinn, BYKO, Reykjavíkurborg og Samtök iðnaðarins.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, og Elsa Giljan Kristjánsdóttir frá Verk og vit.

Myndir: Heiða Helgadóttir.

Á Facebook SI er hægt að nálgast fleiri myndir frá opnun sýningarinnar.

_F1A6574Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI.

_F1A6682Sigurður Ingi Jóhannesson, innviðaráðherra.

_F1A6542Pawel Bartoszek, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.

_F1A6572Áslaug Pálsdóttir, framkvæmdastjóri AP almannatengsla.

_F1A6719Innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannesson og Elsa Giljan Kristjánsdóttir frá Verk og vit opnuðu sýninguna með formlegum hætti.