Fréttasafn



2. nóv. 2018 Almennar fréttir

Stórt verkefni framundan á íbúðamarkaði

Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, ræðir um íbúðamarkaðinn í sjónvarpsþætti Íslandsbanka. Í þættinum kemur Ingólfur meðal annars inn á að of fáar íbúðir hafi verið byggðar á síðustu árum og því sé talsverð uppsöfnuð þörf sem hafi myndast. Einnig að íbúðirnar sem byggðar hafa verið séu dýrar þannig að erfiðara hefur verið fyrir fyrstu kaupendur að koma inn á markaðinn. Þá fer hann inn á að það sé stórt verkefni framundan sem þurfi að skipuleggja vel en fram til ársins 2040 þurfi að byggja 45 þúsund nýjar íbúðir og þar af séu 33 þúsund þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Ingólfur bendi einnig á að sá óstöðugleiki sem einkennir íbúðamarkaðinn skili sér í hærra verði íbúða og erfiðara sé að gera raunhæfar áætlanir um uppbyggingu auk þess sem bæta  og einfalda þurfi skipulagsmál til að koma í veg fyrir tafir og aukinn kostnað. 

Það er Björn Berg sem stýrir þættinum sem nefnist í Norðurturninum og gestir hans auk Ingólfs eru Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, Una Jónsdóttir, deildarstjóri húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs, og Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa á þátt Íslandsbanka.

 

https://www.youtube.com/watch?v=iW4sil8N_x0