Fréttasafn



14. okt. 2020 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Streymi frá Umhverfisdegi atvinnulífsins

Hér fyrir neðan er hægt að nálgast streymi frá Umhverfisdegi atvinnulífsins sem að þessu sinni er rafrænn í stað fjölmenns viðburðar í Hörpu. Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Samtök verslunar og þjónustu. 




Streymið á Facebook:

https://www.facebook.com/atvinnulifid/videos/1012909782514631/?notif_id=1602663900811080¬if_t=live_video_schedule_viewer&ref=notif

Dagskrá

Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku.

Ávörp flytja:

  • Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA
  • Kristín L. Árnadóttir, aðstoðarforstjóri LV
  • Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion
  • Jónína G. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Terra
  • Ari Edwald, forstjóri MS

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða veitt tveimur fyrirtækjum og er það forseti Íslands sem afhendir viðurkenningar fyrir umhverfisframtak ársins og til umhverfisfyrirtækis ársins.