Stuðningur kvenna hjá SI við #metoo
Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, hvatti allar konur í íslensku atvinnulífi til að klæðast svörtu í dag til stuðnings #metoo byltingunni. Konurnar sem starfa hjá Samtökum iðnaðarins létu ekki sitt eftir liggja og mættu til vinnu svartklæddar til að sýna stuðning sinn.