Fréttasafn



24. ágú. 2023 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Stýrivaxtahækkun leggst illa í SI

Ingólfur Bender, aðal­hag­fræðingur SI, segir í frétt Viðskiptablaðsins að stýri­vaxta­hækkun Seðla­bankans í gær leggist afar illa í sam­tökin en að hans mati sé með hækkuninni verið að leggja í ó­þarf­lega mikinn kostnað fyrir fyrir­tækin og heimilin í landinu við að ná niður verð­bólgunni. „Við hefðum viljað sjá vexti óbreytta. Fyrir því eru mjög góð rök. Peninga­stefnu­nefnd Seðla­bankans hefur hækkað vexti bankans mjög mikið á mjög stuttum tíma. Það hefði alveg verið lag að leyfa þeim hækkunum að hafa sín á­hrif og sjá hversu mikið verð­bólgan kæmi niður.“

Ingólfur segir að­hald peninga­stefnunnar hafa aukist um­tals­vert og raun­stýri­vextir séu orðnir já­kvæðir. Þá verði að hafa í huga að það taki tíma fyrir vaxta­hækkanir að hafa á­hrif á verð­bólguna. „Það sem maður sér í tölunum er að verð­bólgan er búin að koma niður úr 10,2% í 7,6%. Síðan hafa verð­bólgu­horfur til skemmri tíma verið að batna líkt og kemur m. a. fram í nýrri verð­bólgu­spá Seðla­bankans. Einnig sést það í verð­bólgu­væntingum til skemmri tíma að þær hafa verið að koma niður.“

Hér er hægt að lesa frétt Viðskiptablaðsins í heild sinni.

Viðskiptablaðið, 24. ágúst 2023.