Fréttasafn



19. mar. 2021 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Styrkir til að efla íslenskt hringrásarhagkerfi

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna sem stuðla að eflingu hringrásarhagkerfis á Íslandi. Umsóknarfrestur er til 30. apríl næstkomandi. Gert er ráð fyrir að styrkir verði veittir til afmarkaðra verkefna og verða þeir almennt veittir til eins árs í senn. Reynist verktíminn vera lengri er þó heimilt að veita árlegan styrk til allt að þriggja ára með fyrirvara um fjárveitingar á fjárlögum.

Heildarstyrkupphæð er 230 milljónir króna. Hver einstakur styrkur mun almennt ekki nema hærri fjárhæð en 10% af heildarfjárheimild ársins. Umsækjendur sækja um á rafrænu formi á eyðublaðavef Stjórnarráðsins. Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli frá Þjóðskrá og finna þar viðeigandi eyðublað undir umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Á vef Stjórnarráðsins er hægt að nálgast frekari upplýsingar um markmið með styrkveitingunum. 

Hér er hægt að nálgast reglur um styrkveitingarnar.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Hafstein Pálsson, verkfræðing í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, s. 545-8600, hafsteinn.palsson@uar.is