Fréttasafn



23. okt. 2015 Menntun

Styrktaraðilakvöld Team Spark

Árlegt styrktaraðilakvöld Team Spark fór fram í gær hjá Marel. Þar voru helstu styrktaraðilar liðsins saman komnir þar sem nýskipað lið Team Spark fór yfir gengi síðastliðins vetur og kynntu markmið sín fyrir næstu keppni. Markmiðin eru metnaðarfull, krefjast mikillar vinnu og verður gaman að fylgjast með hvernig liðinu mun ganga að vinna að þeim sem liðsheild. Undir lokin var nýjasti bíll liðsins prufukeyrður sem sýndi vel getu bílsins og hversu mikil vinna hefur verið lögð í hann.

Samtök iðnaðarins eru meðal stoltra styrktaraðila Team Spark og hefur liðið komið að ýmsum verkefnum innan samtakanna, þá má helst nefna samstarf við GERT verkefnið ( http://gert.menntamidja.is/ ). Þá hafa liðsmenn haldið kynningar í grunnskólum landsins, kynnt hvað þau eru að læra og hvernig það tengist hönnun bílsins. Markmið kynninganna er að kynda undir áhuga á raunvísindum og tækni hjá grunnskólanemendum sem með tímanum mun skila sér út í atvinnulífið.