Fréttasafn



26. sep. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Styttist í opnun á Iðnaðarsýningunni 2025

Iðnaðarsýningin 2025 fer fram í Laugardalshöllinni dagana 9.-11. október. Á sýningunni er fjöldi fyrirtækja sem kynnir vörur og þjónustu og spannar iðnað á sviði mannvirkja, orku, framleiðslu, hugverka eða grænna lausna svo eitthvað sé nefnt. Iðnaðarsýningin er unnin í samstarfi við Samtök iðnaðarins.

Rafrænt boðskort hefur verið sent á alla félagsmenn SI. Ef sendingin hefur misfarist er hægt að hafa samband við mottaka@si.is.

Opnunartími sýningarinnar:

  • Fimmtudagur 9. október kl. 14-19
  • Föstudagur 10. október kl. 10-18
  • Laugardagur 11. október kl. 10-17


Myndirnar eru frá opnun sýningarinnar sem fór fram árið 2023, sú sýning heppnaðist einstaklega vel, aðsókn var mikil og básar voru glæsilegir. 

Si_idnadarsyningin_a-2

Si_idnadarsyningin_2023-26

Si_idnadarsyningin_2023-24