19. jan. 2023 Almennar fréttir Menntun

Styttist í skilafrest fyrir Menntaverðlaun atvinnulífsins

Hægt er að senda inn tilnefningar til Menntaverðlauna atvinnulífsins fram til mánudagsins 23. janúar á netfangið verdlaun@sa.is. Verðlauni verða afhent í Hörpu þriðjudaginn 14. febrúar þegar Menntadagur atvinnulífsins fer fram. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf.

Tvær viðurkenningar eru veittar og eru þetta viðmiðin:

Menntafyrirtæki ársins - viðmið:

  • að skipulögð og markviss fræðsla sé innan fyrirtækisins
  • að sem flest starfsfólk taki virkan þátt
  • að haldið sé utan um mælikvarða í fræðslumálum
  • að hvatning sé til staðar til frekari þekkingaröflunar

Menntasproti ársins - viðmið:

  • að lögð sé stund á nýsköpun í menntun og fræðslu, innan fyrirtækis og/eða í samstarfi fyrirtækja
  • samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu, innan sem utan fyrirtækja.

Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.