Fréttasafn



31. jan. 2018 Almennar fréttir

Styttist í Smáþingið á Hilton Reykjavík Nordica

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á Smáþing Litla Íslands sem haldið verður á morgun 1. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica kl. 15-16.30. Á þinginu verður kastljósinu beint að markaðsmálum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Tölur um umfang og mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja verða birtar á þinginu auk þess sem bent verður á leiðir til að bæta starfsumhverfið. Frumkvöðlar segja reynslusögur og efnt er til umræðna. Netagerð fer fram að loknum fundi með tónlist og tilheyrandi.  

Nauðsynlegt er að skrá sig á vef SA til að tryggja sér sæti. 

Litla Ísland er vettvangur þar sem lítil fyrirtæki vinna að stórum hagsmunamálum. Bakhjarlar Litla Íslands eru SAF, SVÞ, SI, SFF og SA. Kynning á þjónustu samtakanna fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki verður fyrir og eftir Smáþing.