Fréttasafn



17. maí 2019 Almennar fréttir Menntun Nýsköpun

Styttist í úrslit nýsköpunarkeppni Verksmiðjunnar

Nýsköpunarverðlaun Verksmiðjunnar verða afhent á miðvikudaginn 22. maí í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu en Verksmiðjan er nýsköpunarkeppni ungs fólks í 8.-10. bekk. Það eru 10 uppfinningar sem keppa til verðlauna.

Verksmiðjan er samstarfsverkefni RÚV, Samtaka iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Fab Lab á Íslandi, Nýsköpunarkeppni grunnskólanna, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Rafmenntar og Listasafns Reykjavíkur. 

Á Facebook Verksmiðjunnar segir Daði Freyr, verksmiðjustjóri, frá nýju hljóðfæri sem hann hefur verið með í smíðum og hann ætlar að leika á við afhendingu verðlaunanna á miðvikudaginn.

Verksmidjan2