Fréttasafn26. mar. 2018 Almennar fréttir Menntun

Sveinsbréf afhent í sex iðngreinum

Afhending sveinsbréfa í sex iðngreinum sem eru innan Félags iðn- og tæknigreina, Byggiðnaðar, Bílgreinasambandsins, VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna og viðkomandi meistarafélaga fór fram við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica síðastliðinn fimmtudag þar sem nýsveinar í eftirtöldum greinum fengu afhent sveinsbréf:  

  • Bifvélavirkjun 
  • Húsasmíði 
  • Málaraiðn 
  • Pípulögnum 
  • Rennismíði 
  • Vélvirkjun

Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, bauð gesti velkomna. Formenn sveinsprófsnefnda afhentu sveinsbréfin og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flutti ávarp. 

WIDAN_220318_JSX1369Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI.

WIDAN_220318_JSX1137--002-

WIDAN_220318_JSX1217--002-

WIDAN_220318_JSX1183--002-

WIDAN_220318_JSX1283--002-

WIDAN_220318_JSX1223--002-

WIDAN_220318_JSX1307--002-

WIDAN_220318_JSX1127