Fréttasafn



3. apr. 2020 Almennar fréttir Menntun

Sveinspróf verða haldin

Mennta- og menningarmálaráðherra ásamt skólameisturum starfsmenntaskóla og umsýsluaðilum sveinsprófa hafa tekið saman höndum til að finna leiðir svo tryggja megi náms- og próflok hjá þeim sem nú stefna að sveinsprófum, þrátt fyrir tímabundnar lokanir skólabygginga og margra vinnustaða vegna COVID-19.

Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að sveinspróf verða að þessu sinni haldin 3-5 vikum eftir annarlok og eigi síðar en 15. september. Allir nemendur, sem hyggjast fara í sveinspróf í vor, eru því hvattir til að sækja um hjá umsýsluaðilum sveinsprófa: Iðunni eða Rafmennt.