Fréttasafn



14. ágú. 2024 Almennar fréttir Félag íslenskra gullsmiða Iðnaður og hugverk

Sýning á 100 gripum íslenskra gullsmiða

Félag íslenskra gullsmiða var stofnað árið 1924 og fagnar því 100 ára afmæli á þessu ári. Í tilefni af því hefur meðal annars verið efnt til sýningar á samfélagsmiðlum félagsins á einstökum silfur- og gullgripum sem íslenskir gullsmiðir hafa smíðað.

Á myndinni hér fyrir ofan eru gripir eftir Hrannar Frey Hallgrímsson (f. 1986),  Jón Dalmannsson (f. 1898 - d. 1970) og Ólaf Stefánsson (f. 1978). Myndirnar tók Íris Stefánsdóttir.

Hér er hægt að nálgast Félag íslenskra gullsmiða á Facebook. 

Hér er hægt að nálgast vefsíðu félagsins. 

Á Instagram er hægt að leita að gullsmidir.