16. mar. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Sýningin #endurvinnumálið opnuð

Sýningin #endurvinnumálið var opnuð í gær í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu í tengslum við setningu HönnunarMars. Efnt var til söfnunarátaks á áli í sprittkertum yfir hátíðarnar til þess að efla vitund almennings um mikilvægi flokkunar og endurvinnslu á því áli sem til fellur á heimilum. Hönnuðirnir Studio Portland, Ingibjörg Hanna, Olga Ósk Ellertsdóttir og Sigga Heimis voru fengin til að gera nytjahluti úr álinu í samstarfi við Málmsteypuna Hellu. 

Söfnunin á áli í sprittkertum heldur áfram og er nú orðin varanlegur kostur í endurvinnsluflóru landsmanna. 

Þeir sem standa að átakinu eru Samál, Samtök iðnaðarins, Alur álvinnsla, Endurvinnslan, Fura, Gámaþjónustan, Grænir skátar, Hringrás endurvinnsla, Íslenska gámafélagið, Málmsteypan Hella, Plastiðjan Bjarg og Sorpa.

Meðal þeirra sem mættu á opnunina var Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, sem er á myndinni hér fyrir ofan ásamt Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Hönnunarmiðstöðvar (t.v.).

Samal_listasafn_honnunarmars-3Hönnuðurnir sem unnu nytjahluti úr áli í sprittkertum.

Samal_listasafn_honnunarmars-16Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls, og Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs SI.

Samal_listasafn_honnunarmars-5

Samal_listasafn_honnunarmars-15 

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.