Fréttasafn



26. jan. 2021 Almennar fréttir Mannvirki

Sýningunni Verk og vit frestað fram til 2022

Sýningunni Verk og vit hefur verið frestað um ár eða fram til 17.-20. mars 2022 en fyrirhugað var að vera með sýninguna Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal í apríl næstkomandi. Í bréfi sem sent hefur verið á sýnendur segir að í ljósi þess að samkomutakmarkanir gætu orðið viðvarandi næstu mánuði sé sýningunni frestað.

Þá kemur fram í bréfinu að mars sé sá tími sem flestum sýnendum fyrri sýninga finnst henta best samkvæmt þeim könnunum sem gerðar hafa verið. Þó nokkrir erlendir sýnendur séu í sýningarhópnum, sem og erlendir birgjar og gestir sem sækja sýninguna. Þá segir að aðstandendur sýningarinnar hlakki til að fylla Íþrótta- og sýningarhöllina í Laugardal í mars á næsta ári þegar samkomutakmarkanir verði lagðar af.

Hér er bréfið sem sent var á sýnendur.