Fréttasafn19. mar. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Tækifæri í stórum rafíþróttamótum

Sigríðir Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI, var fundarstjóri á rafrænum fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga, FVH, þar sem fjallað var um  rafíþróttir sem vaxandi grein á heimsvísu. Sigríðir fór yfir vöxt og framtíð íslensks tölvuleikjaiðnaðar og þau tækifæri sem felast í rafíþróttamóti sem verður haldið hér á landi í maí í Laugardalshöll þar sem von er á um 400 manns vegna tölvuleikjamótsins League of Legends sem er einn vinsælasti tölvuleikur heims og áhorf á beinar útsendingar frá slíkum keppnum njóta mikilla vinsælda. 

Á fundinum komu fram Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri og stofnandi Dusty Esports, Daníel Rúnarsson frá Arena og Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasambands Íslands. 

Á vef FVH er hægt að nálgast frekari upplýsingar.