Tækni með tvíþætt notagildi í öryggis- og varnarmálum
Íslandsstofa, í samstarfi við utanríkisráðuneytið og Samtök iðnaðarins, stendur fyrir ráðstefnu þriðjudaginn 25. mars kl. 9:00-13:00 á Hilton Reykjavík Nordica, um tækni með tvíþætt notagildi (e. Dual use technology) til að mynda fyrir leit og björgun og lög- og landhelgisgæslu í öryggis- og varnarmálum. Yfirskrift ráðstefnunnar er Nýr markaður fyrir íslensk tæknifyrirtæki?
Farið verður yfir einkenni markaðarins, nýsköpun og fjárfestingar (þ.á.m. hraðla og sjóði), lög og reglur sem gilda og þarf að uppfylla til að starfa á þessum markaði og reynslu íslenskra fyrirtækja sem það hafa gert. Þá geta fyrirtæki óskað eftir fundum með framsögumönnum eftir ráðstefnuna.
Frekari upplýsingar veitir Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir, viðskiptastjóri, hugvit og tækni.
Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna.
Dagskrá
Ráðstefnustjóri: Hlynur Guðjónsson, sendiherra Íslands í Kanada
08:30-09:00: Innritun og morgunkaffi
Opnunarávarp – Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri, Íslandsstofa
Tvíþætt tækni í öryggis- og varnarmálum – Yfirlit og einkenni markaðarins
Framsögur:
- Mindy Pearce, Senior Policy Advisor, Canadian Association of Defence and Security Industries (CADSI)
- Lance K. Landrum, Lieutenant General (Ret), fyrrum varaformaður hermálanefndar NATO
Hringborðsumræður
Umræðustjóri: Garðar Forberg, varnarmálafulltrúi Íslands gagnvart Bandaríkjunum og Kanada
Nýsköpun og fjárfestingar
Framsögur: Joseph Thom, Challenge Manager, DIANA (NATO Defence Innovation Accelerator), Ari Kristinn Jónsson, stjórnarmaður, NATO Innovation Fund
Hringborðsumræður:Joseph Thom, DIANA (NATO Defence Innovation Accelerator), Ari Kristinn Jónsson, stjórnarmaður, NATO Innovation FundGlenn Cowan, meðstofnandi og forstjóri, General Partner, One9
Umræðustjóri: Helga Valfells, meðstofnandi, Crowberry Capital
Lög og reglur
Eftirlit með flutningi á hlutum með tvíþætt notagildi (nr. 1120/2023) og reglugerð um flutning á hergögnum og varnartengdum vörum (nr. 1212/202), umsóknarferlið o.fl.Bjarki Þórsson, lögfræðingur, Laga og stjórnsýsluskrifstofa, UtanríkisráðuneytiðStefán Reynisson, forstjóri, Teledyne Gavia
11:50-12:15: Léttur hádegisverður
12:15 Reynsla íslenskra fyrirtækja af markaðnum
Hringborðsumræða íslenskra fyrirtækja
Umræðustjóri: Erla Tinna Stefánsdóttir, viðskiptastjóri, Samtök iðnaðarins
Lokaávarp – Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri, Samtök iðnaðarins
13:00 Ráðstefnulok
13:30 – 16:00: Fyrirtækjafundir
Íslensk fyrirtæki geta óskað eftir fundum með:
- Mindy Pearce, Senior Policy Advisor, Canadian Association of Defence and Security Industries (CADSI)
- Lance K. Landrum, Lieutenant General (Ret), fyrrum varaformaður hermálanefndar NATO
- Dr. Ari Kristinn Jónsson, stjórnarmaður, NATO Innovation Fund
- Joseph Thom, Challenger Manager, DIANA (NATO Defence Innovation Accelerator)
- Glenn Cowan, meðstofnandi og forstjóri, General Partner, One9