Fréttasafn



28. nóv. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Tækni- og hugverkaþing SI í Hörpu í dag

Tækni- og hugverkaþings SI hefst í dag kl. 16.00 í Norðurljósum í Hörpu. Stórsókn til framtíðar er yfirskrift þingsins. Á þingingu verður ljósi varpað á stöðu hugverkaiðnaðar á Íslandi, kynntar verða fjölbreyttar greinar hugverkaiðnaðarins og tækifæri til framtíðar en atvinnugreinar sem byggja á tækni og hugviti hafa ótakmarkaða möguleika á að vaxa. Nýsköpunarráðherra mun kynna aðgerðir í þágu nýsköpunarumhverfisins sem koma í framhaldi af nýsköpunarstefnu fyrir Ísland sem kynnt var í haust.

Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, er fundarstjóri.

Dagskrá

  • Opnunarávarp - Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
  • Erindi - Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP
  • Örerindi - Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri hjá Advania Data Centers - Soffía Kristín Þórðardóttir, forstöðumaður hjá Origo - Hilmar Bragi Janusson, forstjóri Genís - Ingólfur Vignir Ævarsson, markaðsstjóri 1939 Games - Valgerður Halldórsdóttir, stjórnarmaður í Sagafilm
  • Kynning á aðgerðum í þágu nýsköpunarumhverfis - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Pallborðsumræður - Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs SI, stýrir umræðunum með þátttöku Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra SI, og Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Marel á Íslandi. 

Boðið verður upp á léttar veitingar að þingi loknu.

Hér er hægt að skrá sig á þingið.

Taekni-og-hugverkathing-SI_thatttakendur

Auglysing_loka_1574247727705