Fréttasafn



12. mar. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Tækniþróunarsjóður verði efldur

Það skítur skökku við að skv. fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar verða fram­lög til Tækni­þró­un­ar­sjóðs lækkuð um 50 millj­ónir króna á hverju ári eins langt og áætl­unin nær, í stað þess að efla sjóð­inn. Á sama tíma hefur sjóðnum aldrei borist jafn margar styrk­hæfar umsóknir með A ein­kunn og má búast við að þeim fjölgi með auknu atvinnu­leysi. Þetta segir Íris Ólafsdóttir, formaður Samtaka sprotafyrirtækja, í grein sinni í Kjarnanum. Hún segir að ef litið sé á þróun síð­ustu 3ja ára megi sjá að árið 2017 hafi 43% styrk­hæfra verk­efna hlotið styrk en 2019 hafi hlut­fallið verið komið niður í 27%. Það þýði að 73% af verk­efnum með A ein­kunn hafi verið hafnað í fyrra, sam­tals 178 verk­efn­um. Íris segir hol­skeflu fram­bæri­legs fólks með mikla sér­þekk­ingu hafi misst vinn­una og nú sé gullið tæki­færi fólgið í að búa svo um að auð­velt verði að stofna og reka ný fyr­ir­tæki. Von­andi bíði þess­ara nýju fyr­ir­tækja síðan aukin tæki­færi til vaxtar með til­komu Kríu­sjóðs­ins sem sé í vinnslu.

Þá segir Íris í grein sinni að styrkir til nýsköp­unar sé ekki ölmusa, heldur fjár­fest­ing í fram­tíð­inni. Það verði með nýsköpun sem vanda­mál fram­tíð­ar­innar verði leyst og núna sé tími hug­rekkis, að þora að taka þá stefnubreyt­ingu sem þarf til að við getum gengið inn í fram­tíð þar sem hinn nýi hag­vöxtur taki mið af heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna. 

Á vef Kjarnans er hægt að lesa grein Írisar í heild sinni.