Fréttasafn21. apr. 2017 Almennar fréttir Menntun

Team Spark afhjúpar nýjan kappakstursbíl

Afhjúpun nýjasta kappakstursbíls Team Spark, TS17, fór fram síðasta vetrardag á Háskólatorgi en Samtök iðnaðarins eru meðal stuðningsaðila liðsins. Í vetur hefur Formula Student-lið Háskóla Íslands unnið að hönnun, smíði og lagfæringum á TS17 og framundan er æfingaakstur þar sem þjálfun ökumanna og fínstillingar á íhlutum eiga sér stað. 

TS17 kappakstursbíllinn tekur þátt í alþjóðlegu hönnunar- og kappaksturskeppninni Formula Student á Red Bull Ring kappakstursbrautinni í Austurríki 31. júlí-3. ágúst í sumar ásamt því að taka þátt í Formula SAE á Ítalíu 19.-24. júlí. 

Myndir frá afhjúpuninni á Facebook.

Á Youtube er hægt að horfa á myndbönd frá Team Spark:

https://www.youtube.com/watch?v=79HTbUwFsCs&feature=youtu.be

 

https://www.youtube.com/watch?v=mKBppY-TJVU&feature=youtu.be