Fréttasafn29. jún. 2018 Almennar fréttir

Team Spark kappakstursbíllinn afhjúpaður

Team Spark kappakstursbíllinn, sem að þessu sinni ber nafnið Garún, var afhjúpaður við hátíðlega athöfn á Háskólatorgi. Að þessu sinni var ákveðið að hafa bílinn rafknúinn, enda Team Spark liðum umhugað um umhverfið. Samtök iðnaðarins eru meðal styrktaraðila Team Spark, en vinnan í hópnum reynir meðal annars mikið á nýsköpun og teymisvinnu. Það er mikill frumkvöðlaandi í hópnum en Team Spark tekur þátt í alþjóðlegri kappaksturs- og hönnunarkeppni stúdenta sem nefnist Formula Student og verður haldin í Barcelona á Spáni í ágúst. 


Ts-2018-2-

Ts-2018-7-

Ts-2018-6-