Tekur þátt í umræðu um sjálfbær matvælakerfi á Arctic Circle
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, tekur þátt í umræðum á einum af viðburðum Arctic Circle Assembly sem fer fram dagana 17.-19. október í Reykjavík. Um er að ræða fund í Norðurljósum í Hörpu með yfirskriftinni „Bolstering Resilient Food Systems in a Changing Arctic“ sem norræna ráðherranefndin stendur fyrir í samstarfi við Arctic Council og World Food Programme.
Umræðunum stjórnar Niina Aagaard, Head of Communications, Nordic Council of Ministers & the Nordic Council og eru þátttakendur í umræðunum eftirtaldir:
- Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Minister of Social Affairs and the Labour Market & Minister for Nordic Cooperation, Government of Iceland
- Sigurður Hannesson, Director General, Federation of Icelandic Industries (SI)
- Miki Jensen, Director, Arctic Food Collective, Greenland
- Andreas Hansen, Director, Global Office for the Nordics and Baltics, World Food Program
- Aviaja Lyberth Hauptmann, Microbiologist & Head of Department, Scientific and Indigenous Teachings on Life in the Arctic (SILA), University of Greenland
- Deenaalee Chase-Hodgdon, Vice Chair & Alaska Chair, Arctic Athabaskan Council International
Hér er hægt að nálgast upplýsingar um dagskrá Arctic Circle Assembly.