14. jan. 2020 Almennar fréttir Nýsköpun

Tengja saman íslenska og breska frumkvöðla

Breska sendiráðið stendur fyrir viðburði fyrir íslenska frumkvöðla næstkomandi fimmtudag 16. janúar á hótel Radisson Blu Saga við Hagatorg kl. 8.30-13.30. Að viðburðinum koma Icelandic Startup, Vertonet, Women Tech Iceland, TeqHire og Tech Talent Charter. Viðburðinum er ætlað að koma á tengingum á milli íslenska frumkvöðlaumhverfisins og þess breska og þá helst kvenna í tækni. Breski sendiherrann Michael Nevin og Eliza Reid, forsetafrú, taka þátt í dagskránni. Meðal frummælenda eru Debbie Forster frá Tech Talent Charter, Sunna Halla Enarsdóttir frá Icelandic Startups, Kristinn Árni L. Hróbjartsson frá Northstack, Wincie Wong frá Rose Review Implementation, Lydia Ósk Ómarsdóttir frá Intellecta, Þórunn Pálsdóttir frá Reiknistofu bankanna og Sigurjón Pálsson frá Pay Analytics.

Hér er hægt að sjá dagskrá og skrá sig. 

Women-in-tech_advert4

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.