Þakkað fyrir 20 ára starf hjá Samtökum iðnaðarins
Í dag var Friðriki Á. Ólafssyni, viðskiptastjóra á mannvirkjasviði SI, þakkað fyrir farsæl störf í þágu Samtaka iðnaðarins í tuttugu ár. Friðrik hefur verið lykilmaður í starfsemi SI og starfað með öllum framkvæmdastjórum samtakanna frá því hann hóf þar störf árið 2005.
Á ferli sínum hefur Friðrik unnið ötullega að málefnum bygginga- og mannvirkjageirans og stuðlað að framgangi iðnaðarins með sérþekkingu sinni. Í tilefni starfsafmælisins færði Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, honum viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag til samtakanna.
Samtök iðnaðarins þakka Friðriki fyrir störf hans í þágu iðnaðarins.
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, og Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.