Fréttasafn



6. sep. 2023 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki

Þarf aukna hvata til vistvænnar uppbyggingar

Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, tók þátt í pallboðsumræðum á ráðstefnu Grænni byggðar sem haldin var í tengslum við Iðnaðarsýninguna í Laugardalshöll sem bar yfirskriftina Hringrás í byggingariðnaði: erum við tilbúin í stökkið? 

Á ráðstefnunni var hagnýtri reynslu miðlað um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði og fjallað um helstu hindranir því tengt. Í máli Björgu Ástu kom meðal annars fram að mikilvægt væri að halda áfram góðu samtali um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði og ryðja úr vegi hindrunum svo unnt sé að ná markmiðum stjórnvalda og atvinnulífs um samdrátt í losun frá byggingariðnaði. Hún sagði að leggja þyrfti áherslu á aukna hvata til vistvænnar uppbyggingar, styrkja grunninnviði byggingariðnaðarins eins og rannsóknir og prófunaraðstöðu og einfalda regluverk.

Á myndinni hér fyrir ofan eru Aðalheiður Atladóttir hjá FSRE, Ásgeir B. Torfason hjá Háskóla Íslands, Hulda Hallgrímsdóttir hjá Reykjavíkurborg og Björg Ásta Þórðardóttir hjá SI.

Á Facebook Grænni byggðar er hægt að skoða myndir frá ráðstefnunni.