Þurfum að létta á regluverkinu
Willum Þór Þórsson, Framsókn, sagði á kosningafundi SI að þau sem væru í pólitíkinni og stjórnvöld gætu alveg játað þá sök að hafa verið svolítið mikið í gegnum tíðina að einblína á eftirspurnarhliðina. „Hvað höfum við að bjóða? Almenna íbúðakerfið, félagslegt húsnæði, við megum ekkert gefa eftir í þessu, við verðum að hugsa um hópana.“
Hann sagði eftirspurnin nefnilega mjög lifandi og markaðurinn þegar kæmi að eftirspurninni væri mjög lifandi. „En við erum alltaf að setja olíu á þann eld. Það raskar þessu verðjafnvægi þannig að verðið bara hækkar af því að framboðið er miklu fastara. Þess vegna viljum við fara í þetta af því að við þurfum að létta á regluverkinu. Þannig að við getum hraðað framkvæmdum og farið að leggja meiri áherslu á framboðshliðina.“
Willum sagði að ná þyrfti meira jafnvægi til lengri tíma í verði á markaðnum. „Það auðveldar okkur öllum vinnuna. Í því eru auðvitað ofboðsleg tækifæri fyrir þann hluta iðngreinanna sem að snýr að því. En svo get ég kannski komið að því hér á eftir að tækifærin fyrir allar iðngreinar eru alveg gífurleg hér inn í framtíðina.“
Willum Þór Þórsson, Framsókn, á kosningafundi SI.
Hér er hægt að nálgast kosningafund SI: