Fréttasafn11. jan. 2023 Almennar fréttir Mannvirki

Þverfaglegt samtal um hringrás í byggingariðnaði

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, Arkitektafélag Íslands og Grænni byggð standa fyrir fundi þar sem fram fer þverfaglegt samtal um innleiðingu hringrásarhagkerfisins í byggingariðnaði í Grósku fimmtudaginn 19. janúar kl. 14.30-16.00. Fundurinn er öllum opið.

Samtalið hefst á ávarpi frá Guðrúnu Ingvarsdóttur, forstjóra Framkvæmdasýslunnar og svo koma innlegg frá tveimur erlendum sérfræðingum, þeim Helle Redder Momsen, skrifstofustjóra Nordic Sustainable Construction og Alexander van Leersum, forstöðumanni Build to Impact.

Í kjölfarið verða panelumræður frá fjölbreyttum hópi hagaðila.

Nánari upplýsingar um fundinn er á Facebook