Fréttasafn24. jan. 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki

Tilhneiging hér til að ganga lengra en evrópska regluverkið

„Íslensk stjórnvöld og Alþingi hafa tilhneigingu til að ganga lengra við innleiðingu á regluverkinu, þ.e. innleiða kvaðir sem eru umfram og ganga lengra en evrópska regluverkið,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, meðal annars í opnuviðtali í ViðskiptaMogganum. „Það geta verið á því eðlilegar skýringar en það eru alger undantekningartilvik. Það eru því miður alltof mörg dæmi um það að verið sé að setja þyngri kröfur hér heldur en annars staðar. Það felur í sér aukinn kostnað og sóun og skerðir samkeppnishæfni okkar til muna. Við þurfum þá að vera betri á einhverjum öðrum sviðum. Það er þó ekki sjálfgefið. Laun eru hærri hér en víða annars staðar, skattar eru háir í alþjóðlegum samanburði o.s.frv. Hagsmunagæslan gagnvart ESB og gullhúðun stjórnvalda hefur áhrif á viðhorf til EES-samningsins. Þeim mun betur sem tekst til í hagsmunagæslunni og því minni gullhúðun, því skýrar koma kostir EES-samningsins fram fyrir Ísland.“

ViðskiptaMogginn, 24. janúar 2024.

mbl.is, 24. janúar 2024.

mbl.is, 24. janúar 2024.

VidskiptaMogginn-24-01-2024