Fréttasafn



5. maí 2021 Almennar fréttir

Tillögur fyrir umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Frestur til að senda inn tillögur fyrir umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs rennur út 12. maí. Hver sem er getur sent inn tillögu og verðlaunaupphæðin nemur 300.000 dönskum krónum. Horft er til einstaklings eða stofnunar sem leggur sérstaklega mikið á sig til þess að stuðla að sjálfbærni í framleiðslu og neyslu matvæla. Hér er hægt að nálgast eyðublað til að senda inn tillögu.

Í tilkynningu segir að á þessu ári renni umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs til aðila á Norðurlöndum sem hefur lagt umtalsvert framlag á vogarskálar þróunar á sjálfbærum matvælakerfum - úr hafi og jörð á borð og aftur til baka. Við þurfum öll að borða til að lifa. Þess vegna sé mikilvægt að matvælakerfi okkar þjóni hlutverki sínu á umhverfislega, efnahagslega og félagslega sjálfbæran hátt. Sjálfbærni nær frá frumframleiðslu á diskinn og þar með frá hafi og jörð á borð og alla leið í endurvinnslu á allt frá lífrænum úrgangi til umbúða.

Frekari upplýsingar um verðlaunin er að finna á vef Norræns samstarfs