Fréttasafn16. maí 2024 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun

Tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, sem er aðildarfyrirtæki SI,  og þróunarteymi hans voru valin úr hópi rúmlega 550 tilnefndra og eru nú komin í úrslit til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna 2024 í flokki stærri fyrirtækja. Verðlaunin eru viðurkenning á uppfinningum sem veitt hafa verið einkaleyfi á í Evrópu.

Í tilkynningu segir að þetta sé í annað sinn sem íslenskt þróunarteymi sé tilnefnt til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna en í fyrra hafi Þorsteinn Loftsson og Einar Stefánsson, prófessorar emeritus við Háskóla Íslands og stofnendur Oculis, verið tilnefndir til verðlaunanna.

Evrópsku nýsköpunarverðlaunin verða afhent í beinu streymi frá Möltu 9. júlí næstkomandi. Þá mun Evrópska einkaleyfastofan einnig tilkynna um vinningshafa vinsældaverðlaunanna, sem valinn verður í gegnum almenna atkvæðagreiðslu á netinu.

Guðmundur Fertram var meðal þátttakenda á Iðnþingi 2024 þar sem myndin hér fyrir ofan er tekin.

Frekari upplýsingar um áhrif uppfinningarinnar og sögu uppfinningarmannanna er að finna hér.

Fyrir skömmu var tilkynnt um að Guðmundur hefði verið valinn frumkvöðull ársins á árlegri nýsköpunarráðstefnu evrópsku samtakanna European Wound management Association, EWMA.

Hér er hægt að nálgast myndband um Guðmund Fertram og Kerecis:

https://youtu.be/y4xxiWE3vnI" target="_blank" title="https://youtu.be/y4xxiWE3vnI">https://youtu.be/y4xxiWE3vnI">https://youtu.be/y4xxiWE3vnI