Fréttasafn



14. mar. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Tilnefning til FÍT-verðlaunanna

Hönnun fyrir Samtök iðnaðarins, Félag húsgagna- og innréttingaframleiðenda og SAMARK hefur verið tilnefnd til FÍT -verðlaunanna 2018 sem eru veitt af Félagi íslenskra teiknara. Verðlaunin eru veitt fyrir verk sem sköruðu fram úr á sviði grafískrar hönnunar og myndskreytingar á liðnu ári. Tilnefnt er í 21 flokki og ná flokkarnir yfir helstu undirflokka grafískrar hönnunar svo sem skjágrafík, vefhönnun, prentverk, hönnun auglýsinga og myndskreytingar. Verðlaunin verða afhent í dag í Tjarnarbíói klukkan 18.30. 

Hönnunin sem hlaut tilnefningu er í flokki menningar- og viðburðarmörkun. Hönnuðurinn er Snæfríð Þorsteins og stofan heitir Snæfríð og Hildigunnur: Hönnunarstofa. Efnið var unnið fyrir sýningu á HönnunarMars. 

Hér fyrir neðan er hægt að sjá hönnunina sem hlaut tilnefninguna.

Plakat

Plakat2