Fréttasafn



7. okt. 2022 Almennar fréttir Menntun

Tilnefningar fyrir framúrskarandi iðn- og verkmenntun

Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna voru kynntar á alþjóðlegum degi kennara. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og ungmennum.

Verðlaunin eru veitt í þremur aðalflokkum; fyrir framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur, framúrskarandi kennara og framúrskarandi þróunarverkefni og framúrskarandi iðn- eða verkmenntun sem er nýr flokkur í ár. Þá verða að auki veitt hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka sem stuðlað hafa að menntaumbótum sem þykja skara fram úr.

Tilnefningar fyrir framúrskarandi iðn- eða verkmenntun

Ein verðlaun eru veitt kennara, námsefnishöfundi, skóla- eða menntastofnun fyrir framúrskarandi starf, verk eða framlag til iðn- eða verkmenntunar. Tilnefningar í ár fá:

  • Málarabraut Byggingartækniskóla Tækniskólans
  • Hársnyrtibraut Verkmenntaskólans á Akureyri
  • Átaksverkefnið #kvennastarf – Tækniskólinn í samstarfi við iðn- og verkmenntaskóla.

Á vef Stjórnarráðsins er hægt að nálgast frekari upplýsingar um tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna.