Fréttasafn



21. jan. 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Tilnefningar fyrir Hönnunarverðlaun Íslands

Hönnunarverðlaun Íslands árið 2020 verða afhent með rafrænum hætti föstudaginn 29. janúar kl. 11.00. Á afhendingunni verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2020.  Að verðlaununum standa Miðstöð hönnunar og arkitektúrs í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Landsvirkjun, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins.

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs hefur greint frá tilnefningum fyrir Hönnunarverðlaun Íslands: 

Drangar-EGallardo_EGranda_DrangarGH-102Drangar eftir Studio Granda - Drangar er nýtt gistiheimili byggt á gömlum grunni, staðsett á Snæfellsnesi. Hannað af Studio Granda.

Studio Granda er arkitektastofa, stofnuð af þeim Margréti Harðardóttur & Steve Christer árið 1987.

 

YRURARI-ScreenGrab_Peysa_001Peysa með öllu eftir Ýrúrarí -  Í verkefninu Peysa með öllu vinnur textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir, eða Ýrúrarí, með óseljanlegar peysur úr fatasöfnun Rauða krossins á Íslandi. Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir útskrifaðist með BA gráðu í textíl hönnun frá Glasgow School of art árið 2018 en hefur unnið með peysuformið og prjón síðan 2012.

Flothetta

Flotmeðferð eftir Flothettu - Flothetta er íslensk hönnun, gerð til að upplifa slökun og vellíðan í vatni. Flothetta skapar fullkomið ástand fyrir slökun og endurnæringu í mýkt vatnsins. Hannað af Unni Valdísi Kristjánsdóttur, hönnuði, jóga- og vatnsmeðferðaraðila. 



Í dómnefnd eru Sigríðir Sigurjónsdóttir, formaður dómnefndar, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, Sigrún Birgisdóttir, arkitekt og prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands, Hörður Lárusson, grafískur hönnuður og einn af eigendum hönnunarstofunnar Kolofon, Sigrún Halla Unnarsdóttir, fatahönnuður, stofnandi og meðlimur í hönnunarteyminu iiif, Paul Bennett, CCO hjá IDEO, og Margrét Kristín Sigurðardóttir, almannatengsla- og samskiptastjóri SI.