Fréttasafn



11. des. 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Mannvirki Menntun

Tilnefningar fyrir Menntaverðlaun atvinnulífsins

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar fyrir Menntaverðlaun atvinnulífsins sem  verða afhent í Norðurljósum í Hörpu miðvikudaginn 14. febrúar 2024. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf, en einungis má tilnefna skráð aðildarfélög SA. Frestur til að skila inn tilnefningum rennur út þriðjudaginn 23. janúar.

Á myndinni hér fyrir ofan eru fulltrúar Bláa lónsins að tala við viðurkenningu sem Menntafyrirtæki ársins 2023, Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Bláa Lónsins, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, og Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA.