Fréttasafn



11. nóv. 2016 Almennar fréttir

Tímarit HR komið út í áttunda sinn

Tímarit Háskólans í Reykjavík er komið út í áttunda sinn og inniheldur fjölbreyttar greinar og viðtöl um rannsóknir og önnur viðfangsefni nemenda og kennara við HR. Meðal efnis í tímaritinu eru viðtöl við fræðimenn HR um þróun á talgreini og söfnun málgagna á Jövu í samvinnu við Google, einstakan árangur Íslendinga í forvörnum gegn fíkniefnanotkun barna og unglinga, gervigreind, kosningafund hjá Donald Trump, Olympíuleikana í Ríó og margt fleira.

Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, skrifar um mikilvægi háskóla fyrir framþróun samfélagsins. Deildarforsetar fjögurra akademískra deilda háskólans skrifa um loftslagsmál, nýsköpun, stjórnarskrána og gagnagreiningu. Einnig er sagt frá fjölmörgum viðfangsefnum nemenda svo sem kappaksturskeppni á Silverstone, „hökkun“ á insúlínpumpum, taekwondo, áhættugreiningu innan fyrirtækja og rannsókn á lagaumhverfi kynferðisbrota á Jamaíka.

Hér er hægt að lesa tímaritið: http://www.ru.is/kynningarefni/timarithr/