Fréttasafn10. júl. 2018 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Tíminn er núna fyrir nauðsynlegar umbætur

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, skrifar í Fréttablaðinu í dag um starfsumhverfi fyrirtækja. Þar segir hann meðal annars að starfsumhverfi fyrirtækja sé einn fjögurra þátta sem mestu ræður um samkeppnishæfni ríkja, ásamt menntun, innviðum og nýsköpun. Staðan hér sé ekki eins og best verður á kosið í þessum efnum því hér á landi séu laun há í alþjóðlegum samanburði, skattar á fyrirtæki séu háir og muni þar mestu um tryggingagjaldið auk þess sem vextir séu hærri hér en í nágrannalöndunum. 

Sigurður segir að miklar vonir séu bundnar við að endurskoðun peningastefnu geti ásamt umbótum á vinnumarkaði og stefnu í opinberum fjármálum breytt því til lengri tíma litið en þá þurfi að taka ákvarðanir strax. Hann segir að það vanti ekki tillögur og vandinn sé vel skilgreindur. Hann vill að ráðist verði að rótum vandans og  nauðsynlegar og tímabærar umbætur innleiddar. Það sé verkefni ríkisstjórnarinnar að bæta úr og tíminn til þess sé núna.

Hér er hægt að lesa grein Sigurðar í heild sinni.