Fréttasafn



21. apr. 2020 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Tíu aðgerðir stjórnvalda til viðbótar vegna COVID-19

Framhaldsaðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónaveiru hafa verið kynntar. Þar á meðal er að finna lokunarstyrki til fyrirtækja sem var gert að hætta starfsemi vegna sóttvarna, stuðningslán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, heimild til að jafna tekjuskatt 2019 með tapi 2020, úrræði til að efla fólk í atvinnuleit, átak gegn ofbeldi og efling fjarheilbrigðisþjónustu, sérstakir frístundastyrkir barna til tekjulágra, álagsgreiðslur til heilbrigðisstarfsfólks, sumarúrræði fyrir námsmenn, efling matvælaframleiðslu og frekari sókn til nýsköpunar þar sem fjárfestingar verða auknar, hærra hlutfall endurgreiðslu rannsóknar- og þróunarkostnaðar og þök hækkuð vegna rannsókna og þróunar.

  • Hér er hægt að nálgast kynningarglærur stjórnvalda um framhaldsaðgerðirnar, Viðspyrna fyrir Ísland.
  • Hér er hægt að nálgast spurt og svarað um framhaldsaðgerðirnar.

Varnir