Fréttasafn



4. maí 2022 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Tölvuleikjaiðnaðurinn getur orðið ein af efnahagsstoðunum

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, segir í viðtali í Innherja á Vísi að tölvuleikjaiðnaðurinn geti orðið ein af efnahagsstoðum landsins ef vel er haldið á spöðunum og að Íslendingar geti lært mikið af Suður-Kóreubúum þegar kemur að innviðafjárfestingu.

Í viðtalinu kemur fram að starfsumhverfi tölvuleikafyrirtækja hafi farið batnandi frá árinu 2009 eftir því sem endurgreiðslukerfið fyrir nýsköpunarverkefni hafi verið eflt. Að sögn Hilmars er það nú nokkuð sambærilegt því sem þekkist í nágrannalöndum okkar. „Það eru enn lönd eins og Kanada sem eru langt fyrir ofan okkur en við erum alveg í meðaltalinu núna. Og það er mjög mikilvægt að festa það í sessi og halda kúrs. Breytingin árið 2020 var sett til eins árs og svo núna er endurskoðun í gangi. Ég hvet alla sem koma að því að halda áfram á þessari leið.“ 

Á Vísi er hægt að lesa viðtalið við Hilmar Veigar í heild sinni.

Vísir, 3. maí 2022.