Fréttasafn13. júl. 2016 Starfsumhverfi

Tryggingagjald lækkaði

Tryggingagjald lækkaði um 0,5 prósentustig 1. júlí síðastliðinn. Það er mikilvægt skref í þá átt að tryggingagjaldið verði sambærilegt við það sem var fyrir hrun. Lækkunin um síðustu mánaðarmót skiptir miklu máli fyrir atvinnulífið enda um íþyngjandi gjald að ræða. Með lækkuninni fór tryggingagjaldið úr 7,35% í 6,85%. 

Byggt á samkomulagi atvinnulífsins við stjórnvöld er stefnt að frekari lækkun tryggingargjalds um sama hlutfall árið 2017 og árið 2018 að því gefnu að skuldir ríkisins lækki. Á árinu 2018 ætti því tryggingagjaldið að vera komið í 5,85% sem er ívið hærra en það var fyrir hrun þegar gjaldið var 5,34%. 

Í ályktun Iðnþings kom fram að brýnasta hagsmunamálið hvað skattkerfið varðar er að stjórnvöld standi við fyrirheit um lækkun tryggingagjalds og færi í áföngum til sama horfs og var 2008.  

Frekari upplýsingar um tryggingagjald á vef RSK