Fréttasafn



19. okt. 2016 Mannvirki

Tryggja verði ódýrari lóðir

Í frétt RÚV kemur fram að Samtök iðnaðarins segi að tryggja verði ódýrari lóðir en í hádegisfréttum hafði komið fram að hátt í tvöfalt fleiri íbúðir þyrftu að vera í byggingu í Reykjavík en raunin er og fjárfesting í íbúðarhúsnæði er minni nú en hún var um aldamótin samkvæmt úttekt Capacent fyrir Reykjavíkurborg. Fréttamaðurinn spurði Jón Bjarna Gunnarsson, aðstoðarframkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, hvers vegna væri ekki verið að byggja meira til að svara þeirri miklu þörf sem er fyrir íbúðir. Jón Bjarni svaraði því að lykilatriðið er að það verður að vera nægt lóðaframboð. „Eins og staðan er núna hjá borginni þá eru þetta fyrst og fremst þéttingarverkefni og þau eru seinleg, þau eru dýr. Menn tala nú mikið um þörfina fyrir fyrstu íbúðarkaupendur og þeirri þörf verður ekki fullnægt með þeim íbúðum sem eru í 101 og annars staðar þar sem íbúðirnar verða mjög dýrar á dýrum lóðum.“

Fréttin á RÚV.